| mi­vikudagurinn 13. ßg˙stá2008

Nřtt Ýslenskt leikverk frumsřnt ß Dj˙pavÝkurd÷gum

Vignir Rafn Val■ˇrsson lengst til vinstri, Walter Geir GrÝmsson og ١runn Arna Kristjßnsdˇttir
Vignir Rafn Val■ˇrsson lengst til vinstri, Walter Geir GrÝmsson og ١runn Arna Kristjßnsdˇttir

"Það er náttúrlega draumur að fá að frumsýna í gömlu síldarverksmiðjunni," segir Símon Birgisson sem er höfundur verksins Vinir sem verður frumsýnt í gömlu síldaverksmiðjunni á Djúpavík 15. ágúst. Sýningin er hluti af Djúpavíkurdögum þar sem hljómsveitin Hraun mun meðal annars spila undir sjávarréttarhlaðborði á laugardeginum. Eftir sýninguna mun Eva á Hótel Djúpavík bjóða gestum upp á kaffi og með því. "Vinir er verk um vináttu, minningar og glímuna við hvað sé raunverulegt og hve vel við getum treyst okkar eigin minni og upplifunum," segir Símon. "Verkið er í raun uppgjör þeirra við minninguna um atburðinn sem varð til þess að leiðir þeirra skildu. Ást, svik og allur pakkinn!"

Hópurinn sem stendur að sýningunni kallar sig Kreppuleikhúsið. Leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson, sem hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna og er að ljúka námi í einum virtasta leikstjórnarskóla Evrópu - Ernst Busch í Berlín. Leikararnir eru Vignir Rafn Valþórsson, sem er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og einn af stofnendum leikhópsins Vér Morðingjar, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Walter Geir Grímsson sem bæði stunda nám í leiklist við Listaháskóla Íslands. Búningar eru í höndum Judith Amalíu Jóhannsdóttur og um leikmynd sér Hlynur Páll Pálsson.

"Bæði Þórunn og Judith eru frá Ísafirði og því kviknaði hugmyndin að fara með sýninguna vestur. Ég skrifaði svo hluta verksins eina ótrúlega fallega viku á Djúpavík og heillaðist af náttúrunni og umhverfinu," segir Símon og bætir við: "Við ákváðum því að slá tvær flugur í einu höggi, taka þátt í þessum frábæru Djúpavíkurdögum og fara svo til Ísafjarðar þar sem við sýnum 17. ágúst."

Auk sýninganna á landsbyggðinni verða Vinir sýndir á sviðslistahátíðinni Art Fart 19, 20 og 21. ágúst í Smiðjunni á Sölvhólsgötu og svo verður hátíðarsýning í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á Menningarnótt 23. ágúst.

Þessi frétt er afrituð af www.strandir.is.

Svipmynd