| ■ri­judagurinn 3. marsá2009

Nřbygging G═ tilnefnd til menningarver­launa DV

Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði hefur verið tilnefnd til menningarverðlauna DV 2008. Einnig eru tilnefndar þjónustubygging KGRP við Gufuneskirkjugarð, Menntaskóli Borgarbyggðar, vigtarhúsið á Þorlákshöfn og Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit. Sterkir litir með hvítum flötum eru notaðir í nýbyggingu GÍ, að því fram kemur í DV. „...svo andrúmsloftið inni er glaðlegt og hæfir vel starfseminni. Skólahúsið er bjart og opið og tengist vel ytra umhverfi. Vel hefur tekist að tengja gamla skólann nýrri starfsemi án þess að bera friðað skólahúsið ofurliði. Viðbyggingin er látlaus og hófstillt og þjónar vel sínum tilgangi," segir í DV. Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði er viðbygging við gamla skólahúsið við Aðalstræti, sem var byggt árið 1801 og er nú friðað. Nýbyggingin er jafnframt tenging við svonefndan Nýja barnaskóla sem stendur við Austurveg. Byggingin er niðurstaða samkeppni sem efnt var til árið 2001.

Nýbyggingin er dregin til baka frá götulínu Aðalstrætis og myndar tveggja hæða umgjörð um gamla skólann, sem er áfram helsta einkenni og ímynd skólans. Arkitektar hússins eru Arkiteó, Einar Ólafsson arkitekt FAÍ, en meðhöfundur samkeppnistillögunnar er Örn Þór Halldórsson, arkitekt FAÍ. Aðalverktakar voru Vestfirskir verktakar en ráðgjafar voru Tækniþjónusta Vestfjarða og VST.

Þá er kvikmyndahátíðn Skjaldborg á Patreksfirði tilnefnd sem og kvikmynd Helgu Rakelar Rafnsdóttur, Kjötborg.

Þessi frétt er afrituð af fréttavefnum www.bb.is.

Svipmynd

Jˇn Jˇnsson, menningarfulltr˙i