| mßnudagurinn 3. desemberá2007

Menningarrß­ ˙thlutar styrkjum 2007 nk. f÷studag

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið yfirferð styrkumsókna og tekið ákvörðun um úthlutun á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007. Alls bárust 104 umsóknir um stuðning, samtals að upphæð rúmar 72,5 milljónir kr. Menningarráðið hefur nú samþykkt að veita styrki til 52 verkefna árið 2007, samtals að upphæð rúmar 20 milljónir.

Menningarfulltrúi Vestfjarða mun í dag og á morgun senda öllum umsækjendum svör með niðurstöðum varðandi umsóknir þeirra.

Næstkomandi föstudag, þann 7. desember kl. 14:00, mun Menningarráð Vestfjarða síðan úthluta verkefnastyrkjum vegna ársins 2007 við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Þess er eindregið vænst að fulltrúi eða fulltrúar styrkhafa mæti á úthlutunina, en láti vita í netfangið menning@vestfirdir.is ef enginn kemur fyrir þeirra hönd.

Svipmynd