| fimmtudagurinn 30. septemberá2010

Menningarrß­ Vestfjar­a auglřsir eftir styrkumsˇknum

Hér með er auglýst eftir styrkumsóknum vegna seinni úthlutunar Menningarráðs Vestfjarða árið 2010. Bent er sérstaklega á nánari upplýsingar í úthlutunarreglum sem samþykktar hafa verið fyrir þessa úthlutun, en þær er að finna undir tenglinum Styrkir hér til hægri. Einnig gefur menningarfulltrúi Vestfjarða allar nánari upplýsingar í s. 891-7372 eða menning@vestfirdir.is

Samkvæmt ákvörðun stjórnar Menningarráðs Vestfjarða verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur við seinni úthlutun ársins 2010:
   a. Eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu
   b. Nýsköpun í verkefnum tengdum menningu
   c. Fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf á svæðinu 
   d. Eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 27. október 2010.

Svipmynd