| mßnudagurinn 14. febr˙ará2011

Menning Ý dag, menning ß morgun?

Föstudaginn 18. febrúar 2011 efna Menningarhúsið Hof og Tónlistarskólinn á Akureyri til málþings um menningarmál, með áherslu á Norðurland. Frummælendur eru:


Dr. Bjarki Valtýsson, aðjúnkt við IT háskólann í Kaupmannahöfn

Íslensk menning árið 2050 - Hlutverk sveitarfélaga


Trond Wika, fiðluleikari/kennari

Tengslin á milli mennta- og menningarstofnana


Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu

Mósaíkmyndin Akureyri


Pétur Halldórsson, menningarviti

Akureyri á heimsmælikvarða - að hugsa hátt eða lágt í menningarlífinu

 


Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ og umsjónarmaður Rannsókarmiðstöðvar skapandi greina

Skapandi atvinnugreinar á Íslandi


Málþingið fer fram í Hömrum, 1. hæð, Hofi og stendur frá kl. 13:00-17:00. Nánari upplýsingar um dagskrá og frummælendur má finna á www.menningarhus.is. Fundarstjóri er Jón Hrólfur Sigurjónsson. Að erindum loknum verða pallborðsumræður. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir en skrá þarf þátttöku fyrir 17. febrúar nk. á netfangið larasoley@menningarhus.is.

Sama dag verður sýning tileinkuð Sigfúsi Halldórssyni opnuð á göngum Tónlistarskólans en sýningin kemur frá Tónlistarsafninu í Kópavogi.

Svipmynd