DÝana Jˇhannsdˇttir | sunnudagurinn 17. maÝá2015

Marka­ssetning, vi­horf og samstarf

Íslandsstofa og Markaðsstofa Vestfjarða boða til upplýsingafundar um samstarf og markaðssetningu áfangastaðarins Íslands. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Háskólaseturs á Ísafirði þriðjudaginn 19. maí kl. 09:30-11:00.

 

Á fundinum mun Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, fara yfir hvernig verið er að vinna markaðsstarfið á erlendum mörkuðum á þessu ári ásamt því að ný herferð Ísland – allt árið verður kynnt. Farið verður einnig stuttlega yfir nýja viðhorfs- og vitundarannsókn um Ísland. Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða, mun kynna áherslur markaðsstofunnar í markaðssetningu og samstarfi. Í lok fundar gefst tími til umræðna.

 

Vinsamlega skráið þátttöku hjá Markaðsstofu Vestfjarða á netfanginu: travel@westfjords.is.

Svipmynd