A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 21. j˙lÝá2014

K÷nnun ß vi­horfum Ýb˙a ß Vestfj÷r­um, 2013

═b˙afundur ß BÝldudal, sept 2013
═b˙afundur ß BÝldudal, sept 2013

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum.

 

Send var netkönnun á netföng 486 manns á öllum Vestfjörðum, 18 ára og eldri, valdir úr gagnagrunni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Markmið með íbúakönnuninni var að kanna hagi og afstöðu í búa til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á Vestfirska hagkerfið. Samhliða íbúakönnuninni var unnið að greiningum á atvinnulífi og öðrum hagrænum þáttum. Í vinnunni hafa komið fram vísbendingar um að Vestfirskt atvinnulíf hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum en horfir nú til bjartari tíma. Með þessari greiningarvinnu er vonin sú að það til verði aukin þekking á aðstæðum í samfélagi og atvinnulífi á Vestfjörðum sem leiði til nákvæmari og upplýstari umræðu, jafnframt er niðurstöðurnar mikilvægt innlegg inn í umræður og vinnu við að skilgreina lausnir við þann byggðavanda sem hefur verið viðvarandi á svæðinu.


Úrtakið var 486 netföng í öllum sveitarfélögum og byggðarkjörnum innan Vestfjarða. Netföngum var safnað í gegnum vefleik sem haldin var vorið 2014, þar sem Vestfirðingum var gefin kostur á að skrá netfangið sitt í gagnagrunnin og voru dregin út verðlaun að leik loknum. Til viðbótar leiknum var hringt handahófskennt í einstaklinga í byggðarkjörnum sem ekki náðu tilskyldum fjölda netfanga.


Niðurstöður þátttöku voru eftirfarandi:
• Fjöldi svarenda var 332 eða 68% sem telst afar gott hlutfall.
• Heimildir Hagstofu Íslands um meðalmannfjölda á Vestfjörðum eftir kyni og aldri 1998-2013 - sveitarfélagaskipan 1. janúar 2014 eru eftirfarandi; 69% búsettir á N-Vestfjörðum, um tæplega 18% S-Vestfjörðum og 13,5% á Strandasýslu og Reykhólahreppi. Því er svörun N-Vestfjarða og Strandasýslu og Reykhólahrepps í hlutfalli við íbúafjölda svæðis.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir:
• Flestir þátttakendur voru fæddir á árunum milli 1960-1979 og flestir þeirra búsettir á N-Vestfjörðum.
• Langflestir þátttakendur töldu ólíklegt að flytjast búferlum á næstu tveimur árum.
• Hærra hlutfall kvenna hefur lokið háskólamenntun.
• Langflestir sem tóku þátt í könnunni eru launþegar eða um 65%.
• Flestir á sunnanverðum Vestfjörðum eru frekar ánægðir með möguleika til eigin rekstrar.
• Flestir á norðanverðum Vestfjörðum telja almennt öryggi vera mjög gott.
• Mjög hátt hlutfall frá sunnanverðum Vestfjörðum eða um 80% eru ánægðir með nálægð við fjölbreytta náttúru.
• Rúm 45% á norðanverðum Vestfjörðum eru mjög ánægðir með menningarlíf en rúm 51% frekar ánægðir á sunnanverðum Vestfjörðum.
• Þátttakendur sunnanverðum Vestfjörðum eru mjög óánægðir með vegakerfið eða rúm 62%.
• Ánægja er mest með greiða umferð á norðanverðum Vestfjörðum.
• Meirihluti þátttakenda Strandasýslu og Reykhólahrepps eru ánægðir með gæði heilsugæslu/sjúkrastofnanna.
• Þátttakendur á norðanverðum Vestfjörðum eru ánægðari með farsímaþjónustu en önnur svæði
• Þátttakendur á sunnanverðum Vestfjörðum eru ánægðari með netsamband en önnur svæði.
• Umtalsverður munur er milli kynja í heildartekjum eða allt að 60%.

 

Allar nánari upplýsingar um könnunina veitir verkefnastjóri Atvest, Valgeir Ægir Ingólfsson, valgeir@atvest.is, einnig í síma 490 2350.  Könnunina má finna í heild sinni hér.

 

Svipmynd