| f÷studagurinn 1. ßg˙stá2008

Gßttir - umsˇknarfrestur rennur ˙t 5. ßg˙st

Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu Gáttir - þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu rennur út 5. ágúst. Hér er um að ræða tveggja ára stuðningsverkefni í vöruþróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Með verkefninu er stefnt að því að auka framboð á arðbærri vöru eða þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu og stuðla að faglegum lausnum við vöruþróun í greininni. Nánari upplýsingar má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu. Upplýsingar veita Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 861-4913, netfang sirry@nmi.is, og Ferðamálastofa á Akureyri í síma 464-9990.

Svipmynd