| mßnudagurinn 3. nˇvemberá2008

GŠ­i umsˇkna hafa batna­

Ekki er búið að ákveða dagsetningu á úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Vestfjarða en Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, segir hana fara fram um miðjan nóvember á suðursvæði Vestfjarða. „Úthlutun hefur farið fram í Bolungarvík og Hólmavík. Við reynum að dreifa þessari athöfn um Vestfirði og gera Menningarráðið sýnilegt fyrir Vestfirðingum," segir Jón. Umsóknarfrestur um menningarstyrki rann út 3. október og segir Jón endanlega tölu umsókna vera 77 talsins. „Þetta eru alls konar verkefni sem hafa komið inn á borð til okkar og hefur menningarráð farið yfir flest þeirra. Um er að ræða styrkbeiðnir vegna leiksýninga, tónlistarverkefna, útgáfu ritverka, myndlistarverkefni og kvikmyndaverkefni," segir Jón.

Jón segist sjá mun á fjölda umsókna frá suður- og norðursvæði Vestfjarða. „Flestar umsóknir koma frá norðursvæðinu en það má rekja til íbúafjölda. Eftir því sem fleiri búa á svæðinu því fleiri umsóknir berast," segir Jón. Fjöldi umsókna sem uppfylla kröfur ráðsins varðandi fullnægjandi upplýsingar og áætlanir hefur aukist og segir Jón þá aukningu fagnaðarefni. „Mér finnst samt alltaf vera of mikið af umsóknum sem uppfylla ekki þessar kröfur og er það miður þegar góðum hugmyndum er hafnað vegna þess. Ég skal ekki segja hvort ástandið hafi batnað eftir að ég hélt námskeið um styrkumsóknir í haust en vissulega hefur það skánað. Menn hafa fengið hafnanir í fyrri úthlutunum vegna slæmra umsókna og hafa þeir einstaklingar jafnvel litið í eigin barm og lagað umsóknir sínar," segir Jón.

Frétt afrituð af www.bb.is.

Svipmynd