| mi­vikudagurinn 6. nˇvemberá2013

FramtÝ­ fer­a■jˇnustu ß Vestfj÷r­um

Dagskrß rß­stefnunnar ß Su­ureyri
Dagskrß rß­stefnunnar ß Su­ureyri
Ráðstefnan Framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum - Ímynd, fjármögnun, markhópar verður haldin á Suðureyri 13. nóvember 2013 kl. 10:30-17:00. Á ráðstefnunni verða mörg fróðleg erindi og þar verður mótuð stefna til framtíðar í þessum málaflokki á Vestfjörðum. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hjá markaðsfulltrúa í netfanginu diana@vestfirdir.is. Ráðstefnugjald er 4.500.- Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri setur ráðstefnuna, en sérstakur gestur er Anders Stenbakken sem er framkvæmdastjóri Visit Greenland. Hann hefur unnið að ímyndar- uppbyggingu á ferðaþjónustu í Grænlandi undanfarin tíu ár. Anders hefur verið stjórnarformaður NATA (North Atlantic Tourism Association) frá árinu 2009.
 
Dagskráin er svohljóðandi:
 
10:30     Ávarp ferðamálastjóra
Ólöf Ýrr Atladóttir
 
10:45     Greenland – Branding and toolkit
Anders Stenbakken
 
11:45     Þekktar dreifileiðir og aðdráttarafl
Þórir Garðarsson Iceland Excursions
 
12:10     Ímynd Vestfjarða og heildarmarkaðssetning Íslands
Inga Hlín Pálsdóttir, Íslandsstofa
 
12:35     Matarferð og hádegismatur
 
13:30     Ímynd og innihald

Guðlaugur Kristmundsson sölustjóri Icelandair Hotels
 
13:55     Fjármögnun ferðaþjónustufyrirtækja

Davíð Björnsson forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans
 
14:15     Westfjords key experiences

Díana Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Vestfjarða
 
14:45     Hverjir heimsækja Vestfirði?

Viktoría Rán Ólafsd óttir og Maik Brötzman, Atvest
 
15:00     Vinnustofa

Ímynd og markaðssetning Vestfjarða
 
17:00     Ráðstefnulok
 
Námskeið í markaðssetningu á netinu 12. nóvember
 

Daginn áður, þann 12. nóvember, stendur Markaðsstofa Vestfjarða fyrir námskeiði í markaðssetningu á netinu. Þau Gunnar og Edda hjá Kapli markaðsráðgjöf munu kenna námskeiðið, þar verður farið yfir það helsta sem snýr að markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila. Meðal efnis sem farið verður í er árangursrík uppbygging vefsíðna fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, farið í grunnatriði leitarvélabestunar og hvernig á að skrifa texta fyrir netið. Auk þess að farið verður yfir helstu leiðir í markaðssetningu í auglýsingakerfi Google þ.a.m. PPC auglýsingar og vefborðaauglýsingar inn á ákveðin markaðssvæði eða markaðssyllur. Þá verður farið yfir helstu nýjungar á samfélagsmiðlum og rýnt í mikilvægi þeirra. Námskeiðið endar á þar sem tvær síður verða teknar fyrir í opinni svokallaðri "site-clinic" en sú leið getur nýst vel öllum þátttakendum á námskeiðinu.

 

Skráning fer fram hjá Díönu Jóhannsdóttur markaðsfulltrúa Fjórðungssambands Vestfjarða - diana@vestfirdir.is.

 

Svipmynd