| mi­vikudagurinn 7. nˇvemberá2007

Dagsetningar vi­bur­a 2008

Kvennahlaup ß Fur­uleikum ß Str÷ndum
Kvennahlaup ß Fur­uleikum ß Str÷ndum
Nú er kominn sá tími að gott er að búið sé að ákveða dagsetningar fyrir atburði og uppákomur næsta sumar, þannig að auðveldara verði að markaðssetja. Þetta á ekki síst við um stóra árvissa viðburði sem nauðsynlegt er að ákveða með miklum fyrirvara. Í fréttatilkynningu frá Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði segir að þrír aðilar hafi haft samband og beðið um yfirlit yfir stóra eða árvissa viðburði á Vestfjörðum á næsta ári, útgefendur Á ferð um Ísland, Big Map of Iceland og Símaskrárinnar. Skráning atburða í atburðadagatal hjá öllum þessum aðilum er ókeypis. 
 
Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði aðstoðar þá sem senda til hennar upplýsingar um viðburði við að koma þeim á framfæri. Á þessu stigi er fyrst og fremst verið að hugsa um nafn viðburðar, staðsetningu, dagsetningu, netfang eða símanúmer ábyrgðaraðila, vefsíðu ef við á og svo stutta lýsingu, bara eina eða tvær setningar. Þeim sem vilja vinna faglega að markaðssetningu og viðburðastjórnun er því bent á að senda upplýsingar sem allra fyrst í netfangið info@vestfirdir.is og að sjálfsögðu ættu þeir líka að senda afrit á menning@vestfirdir.is ef um menningarviðburð er að ræða. Þá getur Menningarráð og menningarfulltrúinn líka aðstoðað við útbreiðslu fagnaðarerindisins eftir því sem færi gefast.  

Svipmynd