| mi­vikudagurinn 20. ßg˙stá2008

B˙l˙lala ß Menningarnˇtt Ý ReykjavÝk

Mßlverki­ eftir Marsibil
Mßlverki­ eftir Marsibil

Kómedíuleikhúsið sýnir vestfirska ljóðaleikinn Búlúlala – öldin hans Steins í Bókabúð Máls & menningar í Reykjavík í tilefni Menningarnætur, sem haldin verður hátíðleg á laugardaginn. Sýningin er byggð á verkum Steins Steinarrs en á árinu eru liðin 100 ár frá fæðingu Steins. Í Búlúlala eru flutt mörg af þekktustu ljóðum Steins í bland við minna þekkt kvæði.

Leikurinn er samstarf Elfars Loga Hannessonar leikara og Þrastar Jóhannessonar tónlistarmanns, sem hófst í fyrra með ljóðaleiknum Ég bið að heilsa. Í Búlúlala flytur Elfar Logi ljóð Steins í leik og tali en Þröstur flytur frumsamin lög við ljóð Steins Steinars. Marsibil G. Kristjánsdóttir, myndlistarmaður, hefur síðan gert portrettmynd af skáldinu sem gegnir hlutverki leikmyndar í sýningunni. „Einsog margir vita hefur Steinn verið vinsælt myndefni margra myndlistarmanna í gegnum árin og er gaman að fá nú á aldarafmæli Steins nýja mynd af skáldinu eftir vestfirskan listamann,“ segir á heimasíðu Kómedíuleikhússins.

Meðal ljóða sem koma við sögu í Búlúlala – Öldin hans Steins má nefna Að frelsa heiminn, Barn, Miðvikudagur, Söngvarinn, Tindátarnir, Þjóðin og ég og að sjálfsögðu ljóðið Búlúlala sem leikurinn er nefndur eftir. Menningarráð Vestfjarða styrkti Kómedíuleikhúsið við uppsetningu verksins.

Fréttin er afrituð af vefnum www.bb.is og breytt lítillega.

Svipmynd