Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga | fimmtudagurinn 30. septemberá2010

Borgarafundur ß ═safir­i og Patreksfir­i um endursko­un stjˇrnarskrßrinnar

Borgarafundur um endurskoðun stjórnarskrárinnar verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða, gengið inn frá Suðurgötu 12, Ísafirði  og í Skor Þróunarsetri, Aðalstræti 53, Patreksfirði mánudaginn 4. október n.k. og hefst kl 19.30. Fundurinn er haldinn með aðstoð fjarfundabúnaðar. Fundurinn er haldinn að hálfu Stjórnlaganefndar en Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur aðstoðað við skipulagningu hans. Frummælandi verður Guðrún Pétursdóttir, formaður Stjórnlaganefndar. Fundarstjórar verða Eiríkur Finnur Greipsson og Ingimundur Óðinn Sverrisson.  Nánari upplýsingar um fundarefni er að finna hér.

 

Til gamans má geta að í ályktun fyrsta Fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið var þann 9. nóvember 1949 á Ísafirði, var ályktað um að hraða yrði endurskoðun stjórnarskrár Íslands, enda væru fimm ár liðin frá því hún hefði verið sett.   

Svipmynd