SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mßnudagurinn 8. oktˇberá2018

┴varp formanns ß Haust■ingi

Sigurður Hreinsson, varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga flutti skýrslu stjórnar og ávarp formanns í fjarveru formanns, Péturs Markan, sem var erlendis. 

 

Hér erum við saman komin á þriðja haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga, hinu fyrsta sem er undirbúið og framkvæmt af Vestfjarðastofu. Síðasta árið hefur verið nokkuð viðburðaríkt í sögu Fjórðungssambandsins.  Á síðasta haustþingi var stefnumótun Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkt og allt árið 2017 einkenndist af undirbúningi fyrir stofnun Vestfjarðastofu en í lok ársins eða þann 1. desember var sjálfseignastofnunin Vestfjarðastofa formlega stofnuð eins og samþykkt hafði verið í stefnumörkun FV 2016-2018. 

 

Árið 2018 hefur mikill tími og orka farið í að vinna eftir samrunaáætlun FV og Atvest. Alls hafa níu stjórnarfundir verið haldnir frá síðasta haustþingi auk þess sem öll stjórn FV er í stjórn Vestfjarðastofu sem fundað hefur alls níu sinnum frá stofnun. 

 

Fyrir þessu þingi liggur tillaga um að formgera skipulag og fjárhagsleg samskipti FV og Vestfjarðastofu. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir að Haustþing fari yfir og afgreiði samninga sem lagt er til að gerði verði milli FV og Vestfjarðastofu. Þar er einnig lagt til að stjórn FV ásamt fjárhagsnefnd sambandsins hafi eftirlitshlutverk með að Vestfjarðastofa uppfylli markmið samninga um rekstur skrifstofu og umsjón með Sóknaráætlun Vestfjarða.  Fjórðungsþing er æðsta vald í málefnum Vestfjarðastofu og annast tilnefningar í stjórnir í nafni Fjórðungssambands Vesfirðinga auk þess að afgreiða samninga eins og áður var minnst á. 

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum og hefur hlutverk landshlutasamtaka í samskipta við ríkið og sem landshlutasamtök er FV sá aðili sem ríkið beinir erindum til sem varða málefni landshlutans. 

Í samningum við Vestfjarðastofu um rekstur skrifstofu og umsjón Sóknaráætlunar er Vestfjarðastofu í raun falið að eiga í samskiptum við sveitarfélög á Vestfjörðum, ríkið, landshlutasamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga í nafni Fjórðungssambandsins eins og við á hverju sinni.  

 

Með þessari tilhögun næst að loka þeim kafla sem hafinn var með samþykkt fyrsta haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga haustið 2016 um að FV og Atvest skoði aukið samstarf sem síðan leiddi til stofnunar Vestfjarðastofu. 

 

Síðasta ár hefur einkennst af stórum baráttumálum og í raun fordæmalausum ágjöfum í þeim stóru hagsmunamálum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga þarf að standa vörð um. Baráttan um góðar samgöngur, eðlilegan orkubúskap og uppbyggingu fiskeldis hefur verið á stundum afar erfið. Svo virðist sem almenningsálitið sé á þann veg að ekki sé talið eðlilegt að samfélög sem byggja alla sína afkomu á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda geti nýtt þær. Sú staðreynd að hér á Vestfjörðum þurfum við enn að aka um á 70 ára gömlum vegum sem ekki hafa fengið eðlilegt viðhald er í senn sorgleg og óþolandi.  Fiskeldið sem við höfum bundið miklar vonir við hefur mætt mikilli og harðri andstöðu og bíðum við nú nánast milli vonar og ótta eftir næsta skrefi í leyfisveitingum í fiskeldi.  Allir hér inni hafa fylgst með baráttunni um virkjun Hvalár og þeim hremmingum sem hreppsnefnd Árneshrepps lenti í í aðdraganda kosninga í vor.  Mál er að linni en endapunktur ekki í augsýn. Baráttan heldur því áfram.

 

Eiríkur Örn Norðdahl sagði í eftirminnilegu erindi sínu á íbúafundinum okkar hér á Ísafirði fyrir réttu ári síðan: „Maður lif­ir ekki bara í nátt­úr­unni, maður deyr líka í nátt­úr­unni. Og þess á milli beisl­ar maður nátt­úr­una.“

Tillaga stjórnar FV að starfsáætlun FV fyrir árið 2019, er sú hin sama og framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, kynnir fyrir þinginu samhliða kynningu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Starfsáætlunin byggir á þeim verkefnum sem hafa verið í vinnslu auk nýrra verkefna. Við val á verkefnum hefur verið lögð til grundvallar að hluta markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-20191 og að hluta á markmiðum úr Stefnumótun FV 2016-20182.  

 

Nýjar sveitarstjórnir sem nú eru að koma til starfa að afloknum kosningum eiga fyrir höndum mótun / endurskoðun þessara áætlana, en slíkt þarf að gerast í réttri röð.  

 

Endurskoðun Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir næsta tímabil þ.e. árin 2020-2024,  mun fara fram frá vori til hausts á árinu 2019 á vettvangi samráðsvettvangs áætlunarinnar. Þar hafa sveitarfélögin sína fulltrúa og koma þannig að þeirri vinnu.   

 

Telja verður mikilvægt að nýjar sveitarstjórnir hafi náð að móta sín sjónarmið til að hafa áhrif á endurskoðun sóknaráætlunar, þ.e. vali á málaflokkum og áherslum innan þeirra. Eðlilegt er því að nýjar sveitarstjórnir hafi lokið við að endurskoða stefnu í sameiginlegum málum, áður en kemur að endurskoðun sóknaráætlunar.  

 

Á þessu 3. haustþingi er verið að taka fyrstu skref í þessum endurskoðunarferli með sviðsmyndaverkstæði. Á sviðsmyndaverkstæði er kallað eftir sjónamiðum er varða framtíð samfélaga á Vestfjörðum og viðbrögðum við hugsanlegum breytingum í umhverfi þeirra.  

 

Í framhaldinu og gert að tillögu hér til 3. haustþings um eftirfarandi verkáætlun við endurskoðun stefnumótunar FV:

 

a)     Í fyrsta áfanga verði niðurstöður sviðsmyndaverkstæðis og gildandi stefnumörkun FV, lögð til grundvallar endurskoðunar á markmiðum og verkefnum þeim tengdum í nýrri Stefnumörkun FV 2019-2022. 

b)     Í öðrum áfanga verði haldnir sameiginlegir fundir með sveitarstjórnum innan hinna þriggja samgöngu og þjónustusvæða á Vestfjörðum. Þar verði drög að nýrri stefnumörkun FV lögð fyrir til umræðu.

c)     Í þriðja áfanga verði unnin ný stefnumótun FV 2019-2022 og send sveitarfélögum sem tillaga til umræðu og afgreiðslu á 64. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldi verði í maí 2019.

 

Að lokum vil ég þakka fráfarandi stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir vel unnin störf síðustu tvö ár. Pétri Markan fráfarandi formanni þakka ég gott samstarf og fyrir störf hans sem málsvari Vestfirðinga á erfiðum tímum.  Nýrri stjórn sem kosin verður á morgun og starfsfólki Vestfjarðastofu óska ég velfarnaðar í baráttunni.

Svipmynd