| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

Aukinn stu­ningur vi­ Safn Jˇns Sigur­ssonar

Í tillögu Fjármálaráðuneytis að fjárlögum fyrir árið 2008 sem kynnt voru í gær, er lagt til að fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar verði hækkað um átján milljónir. 15 milljónir eru til endurnýjunar á Safni Jóns Sigurðssonar og umhverfisframkvæmda á Hrafnseyri og er liður í undirbúningi að hátíðarhöldum árið 2011 vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta. Er það fyrsti hluti af alls 80 milljóna króna tímabundnu framlagi, á næstu fjórum árum. Þá er 3 milljóna króna fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar vegna breytinga á starfsskipulagi á Hrafnseyri og ráðstefnuhalds um Safn Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyri í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða.

Frá þessu var sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.

Svipmynd