| ■ri­judagurinn 10. septemberá2013

┴lyktun um almenningssamg÷ngur

Sameiginlegur fundur fulltrúa Eyþings, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn 10. september 2013, að Staðarflöt í Hrútafirði lýsir yfir miklum áhyggjum varðandi stöðu sameiginlegs reksturs  á almenningssamgöngum á starfsvæðum þessara samtaka. 

 

Vert er að fram komi að mikil ánægja er meðal almennings með aukna og bætta þjónustu sem mikil fjölgun farþega sýnir. Verkefnið er mikilvægt fyrir jöfnun búsetuskilyrða og aðgengi að þjónustu innan sem utan landssvæða. Áætlanir um rekstur almenningssamgangna hafa ekki staðist þrátt fyrir fjölgun farþega og munar þar mestu um þann forsendubrest sem orðið hefur frá því landshlutasamtökin tóku við verkefninu. Er þar sérstaklega vísað til lækkunar á niðurgreiðslu olíugjalds til almenningssamgangna. Þá hafa einkaleyfi sem landshlutasamtök tóku við á umsömdum akstursleiðum við samningsgerðina hvorki haldið, verið tryggð eða bætt með öðrum hætti. Landshlutasamtökin vilja halda þessu verkefni áfram en leggja á sama tíma áherslu á að ríkið verði að koma að verkefninu með því að tryggja einkaleyfi og nauðsynleg framlög.


Áríðandi er að framtíðarskipan þessara mála verði frágengin sem allra fyrst og vænta landshlutasamtökin góðs samstarfs við ráðherra um lausn málsins.

Svipmynd