Uppbyggingarsjˇ­ur Vestfjar­a

ATH: Umsóknarfrestur um framlög frá Uppbyggingarsjóð Vestfjarða vegna ársins 2016 rann út föstudaginn 22. janúar 2016. Auglýst verður eftir umsóknum fyrir árið 2017 í nóvember næstkomandi.

 

Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann hefur tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna.

 

Hér má sjá umsóknarblað og úthlutunarreglur vegna úthlutunar 2016, frestur til að sækja um var til og með 22. janúar 2016.

 

Umsóknareyðublað fyrir Uppbyggingarsjóð Vestfjarða árið 2016 (word-form)

 

Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða árið 2016 (pdf-skjal)

 

Leiðbeiningar um styrkumsóknir * 2016

 

Auk úthlutunarreglna skulu umsækjendur taka mið af eftirfarandi sóknaráætlun landshlutans og samningi um sóknaráætlun:

 

Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.

 

Samningur um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

 

Árið 2015 var í fyrsta skipti úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Til ráðstöfunar í úthlutun þá voru 60 milljónir, sem var svipuð upphæð og úthlutað var á grundvelli menningar- og vaxtarsamninga á árinu 2014. Árið 2016 var úthlutað rúmum 65 milljónum úr sjóðnum.

 

Hér má finna úthlutanir sjóðsins:

 

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs 2015

 

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs 2016

 

Hér má nálgast skjöl sem tengjast úthlutun 2015:

 

Samningsform fyrir minni framlög til verkefna (milljón eða minna)

 

Samningsform fyrir hærri framlög og stofn- og rekstrarstyrki (hærri en milljón)

 

Eyðublað fyrir áfangaskýrslu (sem stærri verkefni skila til að fá aðra greiðslu)

 

Eyðublað fyrir lokaskýrslu - öll uppbyggingarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnanna

   

Veittir eru stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana, verkefnastyrkir til menningarmála og verkefnastyrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna.

# Skila verður umsóknum á umsóknarblaðinu sem er að finna hér að ofan.

# Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrki til lengri tíma en áður, allt að þriggja ára. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun þarf að miðast við þann tímaramma í umsóknum, þegar sótt er um 2ja eða 3ja ára styrk. 

 

Á árinu 2016 var, samkvæmt ákvörðun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, litið sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða:

 

a)  Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu og stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja sem byggja á nýsköpun, einnig vöru- og gæðaþróun í starfandi fyrirtækjum

b)  Verkefni sem stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og aukinni fagmennsku í menningarstarfi

c)  Verkefni sem fjölga eða styðja við atvinnutækifæri á sviði lista og menningar

d)  Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á svæðinu

e)  Verkefni sem styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu

f)  Verkefni sem skapa viðskiptatækifæri og verðmæti á sviði skapandi greina

g)  Verkefni sem skapa störf fyrir háskólamenntaðar konur eða stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir ungt fólk á svæðinu

h)  Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni sem auka útflutningstekjur eða eru gjaldeyrisskapandi

i)   Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á sviði líftækni

j)   Verkefni sem byggja á samstarfi fyrirtækja og rannsóknaraðila, þ.m.t. háskólastofnana

 

Vel gerð og ítarleg umsókn eykur möguleikana á styrk og nauðsynlegt er að kynna sér úthlutunarreglur vandlega. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til að vinna að umsókn og gera hana sem best úr garði, þannig að árangur náist. Umsækjendum er bent á að eiga afrit af umsóknargögnum.  

 

Hægt er að hafa samband og senda umsóknir rafrænt á netfangið uppbygging@vestfirdir.is. Starfsmenn Fjórðungssambands Vestfirðinga veita ráðgjöf við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð og sama gildir um starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Svipmynd